Vor

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Ólafur Haukur Árnason

þegar vetri löngum lýkur,
lífið verður ævintýr,
sunnanblærinn stráin strýkur,
stelkur heim í túnið snýr,
bjartar nætur norðan fjalla,
nes og vogar gullið skart,
sólin faðmar allt og alla
eftir vetrarmyrkrið svart.